
… og rækta nýjan skóg
Nýmörk er verkefni verslunarinnar

Milljón plöntur
Markmið verkefnisins er að setja niður eina milljón plöntur á næstu árum víðs vegar um landið og gefa þannig einstaklingum og félagasamtökum kost á að byggja upp eigin skóg þar sem áherslan er lögð á bindingu kolefnis.
Plöntukaup
Nýmörk leggur til fjármagn til kaupa á plöntum en skipulagning og fagleg útfærsla er í höndum Land og skógur.
Einstaklingar og félagasamtök sem hafa yfir að ráða landsvæði sem er vel fallið til skógræktar geta sótt um styrk til plöntukaupa. Lágmarks stærð landsvæðis er 3 hektarar (ekki frístundalóðir) og þarf það að vera afgirt og friðað fyrir beit.
Eingöngu er veittur styrkur til kaupa á plöntum, þ.e.a.s. skógartrjám sem eru vel fallin til bindingar kolefnis, svo sem ösp, birki og fura.
Umsóknareyðublað er að finna hér að neðan og er eingöngu tekið við rafrænum umsóknum. Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári og er fyrirkomulagið með tvennum hætti, þ.e. annars vegar getur styrkþegi keypt sjálfur plöntur og Nýmörk greiðir allt að helming upphæðarinnar gegn framvísun reiknings frá ræktunarstöð og hins vegar hefur Nýmörk tryggt sér ákveðið magn plantna sem verður úthlutað að vori og hausti. Sú úthlutun er þó háð magni og birgðastöðu ræktunarstöðva á hverjum tíma.
Umsóknarfrestur vor 2025 er til
22. apríl.
Athugið!
Umsóknina þarf að fylla út í einu lagi og senda svo inn.
Ekki er hægt að vista hálfkláraða umsókn.
Öllum umsóknum verður svarað með tölvupósti.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 22. apríl 2025
Umsókn 2025
Athugið!
Umsóknina þarf að fylla út í einu lagi og senda svo inn. Ekki er hægt að vista hálfkláraða umsókn.
Öllum umsóknum verður svarað á tölvupósti. Munið að skrá nafn tengiliðs og heimilisfang.
Umsóknarfrestur er til miðnættis 22. apríl 2025.